Vegna jarðhræringa

Að gefnu tilefni er rétt að benda fólki sem hyggur á göngu yfir Fimmvörðuháls á að skjálftavirkni í Kötlu hefur verið talsvert öflug síðasta sólarhringinn og eldstöðin fengið gula merkingu. Slík merking gefur til kynna að virkni sé umfram venjulegt ástand. Ennfremur lauk almennu göngutímabili á Fimmvörðuháls 1. september sl.

Með hliðsjón af ofangreindu er fólki ráðlagt að fresta áætlunum sínum um ferðir á Fimmvörðuháls og leggja ekki af stað fyrr en óvissu um framhald skjálftavirkninnar er lokið, og fólk hefur fullvissað sig um góða færð og veður.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is