Á ferðavef Já.is, Plan Iceland, er hægt að skoða 360° myndir af Skógafossi. Fossinn er sá síðasti og syðsti í hreint magnaðri fossaröð Skógaárinnar sem rennur niður Skógaheiðina en gengið er með henni fyrsta hluta leiðinnar frá Skógum yfir í Þórsmörk. Hægt er að skoða fossinn frá þremur sjónarhornum með því að smella á örvarnar á myndunum og færa þannig til sjónarhornið. Á hverjum stað fyrir sig er svo hægt að skoða myndir allan hringinn.
Mikið væri gaman að geta séð almennilega upp á Skógaheiðina – jafnvel lengra!