Í kjölfar skjálftavirkni í Mýrdalsjökli velta margir fyrir sér hvort óhætt sé að ganga yfir Fimmvörðuháls. Því er til að svara að samkvæmt mati jarðfræðinga eru engar vísbendingar um að sú virkni sem mælst hefur í sumar í Kötluöskjunni sé merki um yfirvofandi gos í Kötlu. Hins vegar er ávallt full ástæða til að hvetja útivistarfólk til að vera vakandi fyrir öllum tilkynningum og upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofunni, ekki síst þegar hugað er að göngu yfir Fimmvörðuháls. Þá er GSM sími mikilvægt öryggistæki þar sem viðvaranir eru sendar í farsíma á svæðinu ef einhver hætta er á ferðum. Ávallt skal hafa farsíma fullhlaðna við upphaf göngu. Nánari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar.
Rétt er að vekja athygli á að eftir 1. september lokar skáli Útivistar á Fimmvörðuhálsi og almennum ferðatíma á Fimmvörðuhálsi lýkur. Þá má búast vetraraðstæðum á gönguleiðinni, enda er gengið í yfir 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Veður getur breyst hratt og þó gengið sé af stað í fallegu haustveðri við Skóga eða úr Básum getur veðurfar verið með allt öðrum hætti á Fimmvörðuhálsi. Því er mikilvægt að skoða veðurspá vel ef stefnt er á göngu yfir Fimmvörðuháls, vera vel búinn, hafa áttavita og GPS tæki meðferðis, ásamt farsíma. Óvanir ættu aldrei að leggja á hálsinn nema í fylgd reyndari göngumanna.
Skúli H. Skúlason, Ferðafélagið Útivist
Guðmundur Örn Sverrisson, www.fimmvörðuháls.is
English
Seismic activity in Mýrdalsjökull and Fimmvörðuháls
Increased seismic activity in Mýrdalsjökull raise questions among hikers whether it is safe to hike Fimmvörðuháls. Geologists state that the activity logged since summer 2016 gives no indications that mt. Katla will erupt in the near future. However, there is always reason to encourage hikers to be aware of all reports and information provided by the Civil Protection in Iceland and Icelandic Met Office, especially when considering hiking Fimmvörðuháls and other trails close to increased seismic activity. Cellphones are important safety devices as the Civil Protection in Iceland will send alerts to mobile phones in case of danger. Make sure cellphones are fully charged at the start of the hike. Further information can be found on the Icelandic Met Office website (http://www.vedur.is/um-vi/frettir/katla-og-myrdalsjokull).
Please note that after September 1st the Fimmvörðuháls hiking trail is off-season. Winter conditions can be expected at any time on the path, which reaches over 1000 meters above sea level. Weather conditions can change quickly on the trail and beautiful autumn weather in Skógar or Básar will not reflect the weather condition on Fimmvörðuháls. Therefore, it is very important to review weather forecasts thoroughly before starting the hike. Prepare well, have a compass and GPS device with a reliable track of the trail, along with a fully charged cellphone. Inexperienced hikers should never hike Fimmvörðuháls unless accompanied by experienced hikers and/or guides.
Skúli H. Skúlason, Útivist Travel Association
Guðmundur Örn Sverrisson, www.fimmvorduhals.is