Safetravel-dagurinn 2014

Safetravel

Síðastliðinn föstudag, 27. júní 2014, var “Safetravel-dagurinn”.  Dagurinn markar upphaf hálendisgæslunnar sem stendur yfir fram í ágústmánuð en í tilefni dagsins voru sjálfboðaliðar á vegum Landsbjargar einnig á bensín- og þjónustustöðvum Olís víða um land og gáfu ferðafólki góð ráð til ferðalaga helgarinnar og framtíðarinnar.

Fimmvörðuháls.is fjallar um Safetravel á undirsíðu um öryggismál og tengir einnig inná búnaðarlista Safetravel.  Þá óskar Fimmvörðuháls.is hálendisvakt Landsbjargar og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem að henni standa góðs gengis í sumar!

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is