Jónsmessuhátíð 2015

 

Ferðafélagið Útivist hefur skipulagt næturgöngur yfir Fimmvörðuháls árlega frá árinu 1994 og engin breyting verður á þeim áformum þetta árið.  Þar sem félagið fagnar 40 ára afmæli í ár verður veittur 40% afsláttur af ferðinni ef bókað er 40 dögum fyrir brottför eða fyrr.

Screen Shot 2015-03-28 at 16.06.16

Innifalið í verðinu eru rútur fram og til baka, farangursflutningur í Bása, grillveisla á laugardagskvöldinu og gisting en hægt er að velja um skálagistingu og tjaldsvæði.  Í ár verður gengið helgina 19.-21. júní 2015, lagt er af stað frá BSÍ föstudaginn 19. júní en um tvær brottfarir er að ræða, klukkan 17 og 18.  Verðinu hefur almennt verið stillt í hóf en með 40% afslætti er varla hægt að sleppa því að skella sér með!

Til að panta ferð er hægt að hafa samband við félagið í síma 562-1000 eða senda tölvupóst á utivist(hjá)utivist.is.

Hér má lesa ferðasögu úr fyrstu Jónsmessugöngu Útivistar.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is