Vefsíðan Fimmvörðuháls.is er sjálfstæð upplýsingasíða um gönguleiðina milli Skóga og Þórsmerkur milli jöklanna Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls sem nefnist Fimmvörðuháls. Síðan opnaði formlega 1. desember 2013, á fæðingardegi föður eiganda síðunnar en saman hafa þeir arkað víða um Þórsmörk, Goðaland og síðast en ekki síst á Fimmvörðuháls.
Vefsíðan keyrir á frjálsa hugbúnaðnum WordPress. Frjáls hugbúnaður er nefndur open source software á ensku en open source er hugmyndafræði sem byggir á því að aðferðir og uppskriftir (kóði í tilvikum hugbúnaðar) sé aðgengilegur öllum þeim sem vilja. Frjáls hugbúnaður er því í eðli sínu án endurgjalds en þó er fátt sem kemur í veg fyrir að hægt sé að selja afurðirnar, í tilviki WordPress útlitsþemu og viðbætur.
Síðunni er ekki haldið úti eða styrkt af hagsmunaaðilum en þeim býðst að auglýsa starfsemi sína, þjónustu og vörur á síðunni. Í júní 2014 hlaut verkefnið umhverfisstyrk úr samfélagssjóði Landsbankans og samstarfsaðilar eru Ferðafélagið Útivist og Ferðafélag Íslands.
Þær upplýsingar sem veittar eru á síðunni eru eftir bestu vitund eiganda og eru veittar í góðri trú um réttmæti og áreiðanleika. Engin ábyrgð er tekin á upplýsingum sem veittar eru á vefsíðunni.
Eigandi síðunnar er Guðmundur Örn Sverrisson.
gudmundur(hjá)fimmvorduhals(punktur)is