Í Langadal í Þórsmörk byggði Ferðafélag Íslands Skagfjörðsskála árið 1954 og fagnaði því sextugsafmæli sumarið 2014. Skálinn var vígður þann 21. ágúst sama ár.
Aðstaða í Langadal er mjög góð, tjaldsvæðið nær vel inn dalinn og margar fallegar lautir sem hægt er að tjalda í.
Í Skagfjörðsskála er svefnpláss fyrir 75 manns í gistingu. Salernis- og sturtuaðstaða er í sér húsi rétt við skálann.
Nánari upplýsingar um aðstöðu Ferðafélagsins í Langadal má nálgast á vefsíðu FÍ.
Hæð:
GPS-hnit: