Björgunarsveitir á Fimmvörðuhálsi

SAR Landsbjörg

Kona féll er hún var á göngu milli Morinsheiðar og Kattarhryggja á leið sinni yfir Fimmvörðuháls með manni sínum.  Fararstjóri gekk fram á hjónin en konan hlaut höfuðáverka við fallið.  Kallaði því fararstjórinn eftir aðstoð björgunarsveita og voru sveitir frá Hvolsvelli, Hellu og undir Eyjafjöllum kallaðar út til aðstoðar konunni.  Áverkarnir eru ekki taldir meiriháttar og því ekki talin þörf á aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og áætlað er að tæplega tvær klukkustundir taki að koma konunni í Bása.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is