20. Jónsmessuganga Ferðafélagsins Útivistar var gengin síðastliðna helgi, aðfararnótt laugardagsins 21. júní 2014. Ríflega hundrað manns gengu upp frá Skógum í tveimur hópum á föstudagskvöldi og að vanda var gengið yfir Fimmvörðuháls í einum rykk yfir nóttina. Ferðin sóttist vel án stóráfalla og gengu langflestir þátttakendur alla leið í Strákagil þó einhverjir hafi þó þurft að fá […]
Author: Guðmundur S.
Umferð um Fimmvörðuháls að aukast
Nú fer senn að líða að því að almennt göngutímabil hefjist á Fimmvörðuhálsi og umferð þegar farin að aukast. Fyrir nokkru gekk um 50 manna hópur íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík yfir Fimmvörðuháls og lentu, eins og við mátti búast, í ævintýrum á leiðinni. Veður sýndi skapsveiflur og hagaði sér eftir eigin geðþótta eins og […]
Áætlun Kynnisferða
Þann 1. maí sl. hófst áætlun Kynnisferða í Þórsmörk og áætlun í Skóga hefst 13. júní nk. og þjónustar fyrirtækið þá báða áfangastaði – upphaf og endi – ferðalanga á Fimmvörðuhálsi. Fyrir þá sem ætla að nýta sér þjónustu Kynnisferða fyrir báða leggi er upplagt að kynna sér “Hiking on your own” tilboðið sem sniðið er að […]
Skógafoss á Plan Iceland
Á ferðavef Já.is, Plan Iceland, er hægt að skoða 360° myndir af Skógafossi. Fossinn er sá síðasti og syðsti í hreint magnaðri fossaröð Skógaárinnar sem rennur niður Skógaheiðina en gengið er með henni fyrsta hluta leiðinnar frá Skógum yfir í Þórsmörk. Hægt er að skoða fossinn frá þremur sjónarhornum með því að smella á örvarnar á […]
Umgengni í skálum
Í síðasta mánuði sendu nokkur útivistarfélög frá sér yfirlýsingu vegna slæmrar umgengni í skálum á hálendinu. Yfirlýsingin varð til þess að ýmsir vefmiðlar, s.s. RÚV og DV fjölluðu um umgengnina og umræðan vissulega þörf. Skálarnir á Fimmvörðuhálsi er vissulega ekki stikkfríir hvað þetta varðar en að sögn Skúla H. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Útivistar sem á og rekur […]