Um Hvítasunnuhelgi fóru menn á vegum Útivistar í vinnuleiðangur í Fimmvörðuskála. Óhætt er að segja að veðurblíðan hafi ekki leikið við mannskapinn en mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi eins og víða í óbyggðum. Þrautseigir menn á dugmiklum bílum komust þó leiðar sinnar að skálanum með ýmsan varning sem nauðsynlegur er til þess að starfrækja skálann yfir […]
Author: Guðmundur S.
Fannst heill á húfi
Stuttu fyrir klukkan sex í gærkvöldi, 23. maí 2015, hringdi göngumaður í neyðarlínu af Fimmvörðuhálsi. Hafði maðurinn gengið í hartnær átta klukkustundir en þoka hafði gert honum erfitt fyrir með rötun og var hann óviss um staðsetningu sína. Þar að auki var símtæki hans að verða straumlaust og þegar skammt var liðið á símtalið rofnaði sambandið. […]
Paradísarmissir?
Þann 16. apríl næstkomandi standa Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Framtíðarlandið og SAMÚT fyrir hálendishátíð í Háskólabíói. Á hátíðinni verður vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið. Hátíðin hefst klukkan 20:00 og verður haldin, eins og áður sagði í Háskólabíói en á dagskrá eru meðal […]
Gisting í Baldvinsskála
Frá og með vorinu 2015 verður boðið uppá gistingu í Baldvinsskála og skálavarsla verður yfir sumartímann. Hingað til hefur eingöngu verið boðið uppá gistinu í Fimmvörðuskála en hann rúmar eingöngu 20 næturgesti og gistiplássin því af takmörkuðu magni á Fimmvörðuhálsi. Frá því Baldvinsskáli var tekinn í notkun haustið 2012 bar mikið á slæmri umgengni um skálann og því er ljóst að […]
Vetrarfegurð á Fimmvörðuhálsi
Þó svo að innlendir sem erlendir ferðamenn flykkist á Fimmvörðuháls á almennu göngutímabili að sumri til er ekki síður fallegt um að litast þegar Hálsinn er í vetrarbúningi. Ferðalög á Fimmvörðuháls að vetrarlagi eru ekki á allra færi og því sendum við þakklætiskveðjur til Kristjáns Más Arnarssonar fyrir að leyfa okkur að birta vetrarmyndir sem […]