Nú eru báðir skálar á Fimmvörðuhálsi, Baldvinsskáli FÍ og Fimmvörðuskáli Útivistar, mannaðir skálavörðum. Síðastliðinn föstudag fór skálavörður á vegum Útivistar í Fimmvörðuskála. Varla hefur farið framhjá mörgum að mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi en hér til hliðar má sjá skálavörðinn grafa sér leið inn í skálann. Nokkuð er laust af gistiplássum í Fimmvörðuskála í sumar, sér í […]
Author: Guðmundur S.
Jónsmessugöngu breytt vegna færðar
Síðastliðna helgi fóru forsvarsmenn Ferðafélagsins Útivistar í könnunarferð á Fimmvörðuháls til undirbúnings Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls sem er á ferðaáætlun félagsins 21. árið í röð. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem breyta þarf Jónsmessugöngu því í eitt þurfti að breyta ferðatilhögun vegna veðurs og annað vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Skemmst er frá því að segja að […]
Mikill snjór á Fimmvörðuhálsi
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi miðað við árstíma. Þetta kemur fæstum á óvart en vert að taka fram þar sem færðin er ansi þung um þessar mundir. Sé gengið uppfrá Skógum má göngufólk eiga von á að komast í snjó um kílómeter sunnan við göngubrúna en brúin sjálf […]
Nú hefur myndaveita verið sett á allar síður Fimmvörðuháls.is með myndum merktum #fimmvorduhals á Instagram. Skelltu myndunum þínum úr Fimmvörðuhálsferðinni á Instagram, merktu hana með #fimmvorduhals og hún gæti birst hér til hliðar!
Örmagna á Fimmvörðuhálsi
Erlendur göngumaður óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á göngu sinni yfir Fimmvörðuháls en hann var örmagna af þreytu og getur komið sér til byggða né í skála. Maðurinn lagði af stað frá Skógum um klukkan 11 í morgun en hafði samband við Neyðarlínu um klukkan 18. Maðurinn er staddur efst á Skógaheiði skammt frá göngubrú sem liggur […]