Skálum lokað

Nú er almennu göngutímabili yfir Fimmvörðuháls lokið og skálum hefur verið lokað.  Síðasti skálavörður í Fimmvörðuskála Útivistar kom til byggða 31. ágúst sl. en þeir sem erindi eiga á Fimmvörðuháls og vilja nota aðstöðu ferðafélaganna á Fimmvörðuhálsi er bent á að hafa samband við Ferðafélag Íslands vegna Baldvinsskála eða Útivist vegna Fimmvörðuskála. Segja má að […]

Read More

Færð á Fimmvörðuhálsi

Nokkuð hefur verið spurt um færð á Fimmvörðuhálsi.  Óhætt er að segja að hún sé á batavegi og er snjólína nokkuð ofan við göngubrú yfir Skógá að sunnanverðu en nær niður á Morinsheiði á norðanverðri gönguleiðinni.  Snjór er á heiðinni sjálfri en ekki í miklu magni og nokkuð líklegt að Morinsheiði verði snjólaus á næstunni. Þó […]

Read More

Ferðasagan þín á 5VH.is

Sérhver ferð yfir Fimmvörðuháls er ævintýri.  Stundum kemst maður í hann krappann, stundum leikur veðrið við mann og allt gengur eins og best verður á kosið. Ferðasagan þín er velkomin á Fimmvörðuháls.is og þú mátt láta myndir fylgja ef þú vilt. Sendu söguna og myndir á gudmundur(hjá)fimmvorduhals(punktur)is. Hér er hægt að lesa nokkrar sögur!

Read More
All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is