Ég óska ferðafólki og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með von um farsæld og góða ferðafærð á komandi ári. Guðmundur S. gudmundur(hjá)fimmvorduhals.is
Author: Guðmundur S.
Fimmvörðuháls.is á Twitter
Twitter aðgangur hefur nú verið tengdur við vefsetrið Fimmvörðuháls.is. Fréttum verður tístað jafnóðum og þær eru birtar undir @Fimmvorduhalsis. Fylgdu okkur og ekki missa af neinu! Twitter Facebook
FÍ á Fimmvörðuhálsi 2014
Ferðafélag Íslands hefur birt ferðaáætlun 2014 á vefsíðu sinni en prentað eintak kemur út 3. janúar 2014. Félagið stefnir á þónokkrar ferðir yfir Fimmvörðuhálsinn á næsta göngutímabili. Fimmvörðuháls.is óskar fararstjórum og félögum góðrar ferðar með von um að veðrið leiki við hópana. Nánari upplýsingar um ferðir FÍ má nálgast hér.
Ferðaáætlun Útivistar 2014
Á morgun, 12. desember 2013 kemur ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 2014 út og verður henni dreift föstudaginn 13. desember. Í tilefni útgáfunnar býður Útivist uppá jólaglögg í útgáfuhófi. Það verður spennandi að sjá hvaða ferðir Útivist býður uppá á Fimmvörðuháls á næsta ári.
5VH.is skráð upplýsinga-miðstöð
Í dag, 29. nóvember 2013 gaf Ferðamálastofa út skráningarskírteini fyrir Fimmvörðuháls.is sem upplýsingamiðstöð. Skráningin kemur á skemmtilegum tíma en vefsíðan opnar formlega næstkomandi sunnudag, 1. desember 2013. Tækifæri til þess að veita ferðafólki upplýsingar um Fimmvörðuhálsinn verða seint nýtt til fulls en verkefnið verður í senn spennandi, skemmtilegt og krefjandi næstu mánuði og er ætlunin […]