Eldfjallasetur á Hvolsvelli

Fimmvörðuháls

Áform eru uppi um opnun eldfjallaseturs á Hvolsvelli þar sem stutt er í margar þekktar eldstöðvar, s.s. hinn heimsfræga Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar, systurnar Heklu og Kötlu og að sjálfsögðu Fimmvörðuháls.  Um þessar mundir er verið að leggja línur að setrinu sem áætlanir gera ráð fyrir að taki um tvö ár í framkvæmd.  Slíkt setur mun án […]

Read More

Jeppaferð á Fimmvörðuháls

Í tilefni fjögurra ára gosafmælis á Fimmvörðuhálsi sækir jeppadeild Útivistar Hálsinn heim helgina 15.-16. mars næstkomandi.  Lagt verður af stað frá Reykjavík á laugardagsmorgni og komið heim aftur á sunnudagskvöldi.  Ekið verður yfir Mýrdalsjökul að Fimmvörðuskála Útivistar þar sem gist verður yfir nóttina. Nánari upplýsingar veitir Ferðafélagið Útivist og hægt er að bóka ferðina hér.

Read More

Skyndihjálp

Gott er að vera við öllu búinn á fjöllum og nauðsynlegt að kunna réttu handtökin í skyndihjálp þegar lagt er upp í göngu.  Slysin gera ekki boð á undan sér en hvorki lengd göngunnar né hæð fjallsins gefur góðan spádóm um óhöpp.  Við hvetjum alla til þess að dusta rykið af skyndihjálparkunnáttunni áður en lagt […]

Read More

Áramótaheit

Er ferð á Fimmvörðuháls hluti af þínu áramótaheiti? Enginn vafi liggur á því að fjölmörg áramótaheit landsmanna hafa snúist um að koma sér í form, missa nokkur kíló, bæta þol, styrk og almenna líðan.  Er ekki fín hugmynd að stefna að því að ganga á Fimmvörðuháls næsta sumar, nota næstu mánuði í að losa sig við konfektið og […]

Read More
All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is