…skemmtilegri ferðasögu, myndum eða minningum af Fimmvörðuhálsi? Það er alltaf skemmtilegt að lesa eða hlusta á góða ferðasögu og sérhver ferð yfir Fimmvörðuháls skapar vafalaust ógleymanlegar minningar fyrir ferðalanga. Á Fimmvörðuháls.is eru nokkrar sögur sem gaman er að glugga í – sendu línu á gudmundur(hjá)fimmvorduhals.is ef þig langar að deila þinni ferðasögu með okkur!
Author: Guðmundur S.
Fimmvörðuskáli í vetrarham
Það er alltaf jafn gaman að sjá myndir af Fimmvörðuhálsi að vetri til. Þó stórbrotin náttúrufegurðin skarti sínu fegursta í sólargeislum sumarsins er vetrarhamurinn einnig tilkomumikill. Þessar myndir voru teknar af Fimmvörðuskála í dag og óhætt að segja að skálinn sé í vetrarbúningnum þessa dagana. Ekki eru úr vegi að benda á einkar fallegar myndir […]
Vegna jarðhræringa
Að gefnu tilefni er rétt að benda fólki sem hyggur á göngu yfir Fimmvörðuháls á að skjálftavirkni í Kötlu hefur verið talsvert öflug síðasta sólarhringinn og eldstöðin fengið gula merkingu. Slík merking gefur til kynna að virkni sé umfram venjulegt ástand. Ennfremur lauk almennu göngutímabili á Fimmvörðuháls 1. september sl. Með hliðsjón af ofangreindu er […]
Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli og Fimmvörðuháls
Í kjölfar skjálftavirkni í Mýrdalsjökli velta margir fyrir sér hvort óhætt sé að ganga yfir Fimmvörðuháls. Því er til að svara að samkvæmt mati jarðfræðinga eru engar vísbendingar um að sú virkni sem mælst hefur í sumar í Kötluöskjunni sé merki um yfirvofandi gos í Kötlu. Hins vegar er ávallt full ástæða til að hvetja […]
Færð á Fimmvörðuhálsi 30.06.16
Færðin á Fimmvörðuhálsi er góð þessa dagana, snjór hvarf t.a.m. úr Heljarkambi í síðustu viku, stígar í ágætu ásigkomulagi og leiðin greiðfær. Færð í snjó getur þó breyst snögglega eftir veðuraðstæðum. Athugið veðurspár vel áður en lagt er í göngu yfir Fimmvörðuháls, farið yfir nauðsynlegan búnað og öryggismál og njótið ferðarinnar!