• Fimmvörðuháls
    Vertu velkomin á Fimmvörðuháls.is!  

Leiðin

Þegar ganga á yfir Fimmvörðuháls er gott að gera sér grein fyrir að um nokkrar útfærslur á leiðinni er að ræða.  Hægt er að ganga yfir Fimmvörðuháls á einum degi en einnig er hægt að gista í Fimmvörðuskála eða Baldvinsskála og skipta þannig leiðinni í tvo hluta.

» Lesa meira


Á þeim hluta leiðarinnar sem liggur milli göngubrúar yfir Skógaá og Fimmvörðuskála er hægt að velja milli tveggja leiða þar sem önnur leiðin, sú eldri og hefðbundnari,
er styttri og auðveldari yfirferðar meðan sú nýrri er lengri en hún liggur að töluverðu leiti meðfram Skógaá og bætir allnokkrum fossum við leiðina.  Sú leið er vissulega falleg og tekur um klukkutíma lengur að ganga um hana heldur en hefðbundna
leið. Þegar spurt er um göngutíma verður að gefa mjög rúm svör.  Algengt er að ganga yfir Fimmvörðuháls á 9-11 tímum en hafa ber í huga að líkamsástand skiptir miklu máli auk þess sem hópar fara aldrei hraðar yfir en hægasti einstaklingurinn í hópnum.  Því er ekki óalgengt að stórir hópar taki 11-13 tíma í gönguna og dæmi eru um að hópar hafi verið yfir 14 tíma yfir Fimmvörðuháls án þess þó að nokkuð hafi komið uppá.  Nestis- og hvíldarpásur taka mismunandi langan tíma eftir einstaklingum og hópum en nauðsynlegt er að gefa sér frekar rúmari tíma en knappari og miða vistir einnig við það.  Eins og áður sagði skiptir líkamlegt ástand miklu máli og fjölmörg dæmi eru um að einstaklingar og hópar séu innan við sex tíma yfir Fimmvörðuháls og jafnvel dæmi um að fólk sé innan við fjóra tíma að hlaupa yfir Hálsinn.
Munið að kapp er best með forsjá, ofreynið ykkur ekki, njótið göngunnar og komið heil heim!  Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir meira máli að njóta ferðarinnar en hversu stuttan tíma hún tekur.

» Draga saman

Umfjöllun er flokkuð eftir efni:
Yfir Fimmvörðuháls
Fossarnir
GPS hnit
Árstíðir
Laugavegur

Undirbúningur

Fimmvörðuskáli

Að fara í göngu á borð við gönguna yfir Fimmvörðuháls krefst undirbúnings.  Búnaður göngumanna þarf að vera heill og góður og til þess fallinn að takast á við þær aðstæður sem upp geta komið á göngunni og næring skiptir miklu máli en töluverð hækkun, og lækkun, er á göngunni yfir Hálsinn og því þarf að hafa bæði næringu og vökva til að anna þörf líkamans.

» Lesa meira

Þá þarf að vita hvert skal haldið og gaman er að kynna sér helstu örnefni og staðhætti á leiðinni og saga Fimmvörðuhálss getur komið mörgum á óvart.  Mikilvægt er að búa um öryggismál þannig að óþarfa áhætta vegna göngunnar sé ekki til staðar.

» Draga saman

Undirkaflar eru flokkaðir eftir efni:
Öryggismál
Búnaður

Fimmvörðuháls.is

Fimmvorduhals.is logo
Merki Fimmvörðuháls.is

Vefsíðan Fimmvörðuháls.is er sjálfstæð upplýsingasíða um gönguleiðina milli Skóga og Þórsmerkur milli jöklanna Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls sem nefnist Fimmvörðuháls.

» Lesa meira

Síðan opnaði formlega 1. desember 2013, á fæðingardegi föður eiganda síðunnar en saman hafa þeir arkað víða um Þórsmörk, Goðaland og síðast en ekki síst á Fimmvörðuháls.

Vefsíðan keyrir á frjálsa hugbúnaðnum WordPress.  Frjáls hugbúnaður er nefndur open source software á ensku en open source er hugmyndafræði sem byggir á því að aðferðir og uppskriftir (kóði í tilvikum hugbúnaðar) sé aðgengilegur öllum þeim sem vilja.  Frjáls hugbúnaður er því í eðli sínu án endurgjalds en þó er fátt sem kemur í veg fyrir að hægt sé að selja afurðirnar, í tilviki WordPress útlitsþemu og viðbætur.

Síðunni er ekki haldið úti eða styrkt af hagsmunaaðilum en þeim býðst að auglýsa starfsemi sína, þjónustu og vörur á síðunni.  Í júní 2014 hlaut verkefnið umhverfisstyrk úr samfélagssjóði Landsbankans, Ferðafélagið Útivist hefur verið samstarfsaðili frá opnun og Ferðafélag Íslands studdi við verkefnið meðan það var að slíta barnsskónum.  Kann ég þeim bestu þakkir fyrir.

» Draga saman

Þær upplýsingar sem veittar eru á síðunni eru eftir bestu vitund eiganda og eru veittar í góðri trú um réttmæti og áreiðanleika.  Engin ábyrgð er tekin á upplýsingum sem veittar eru á vefsíðunni.

Eigandi síðunnar er Guðmundur Örn Sverrisson.
gudmundur(hjá)fimmvorduhals(punktur)is

Hvað er að frétta?

Lumar þú á…
Lumar þú á…

...skemmtilegri ferðasögu, myndum eða minningum af Fimmvörðuhálsi? Það er alltaf skemmtilegt að lesa eða hlusta á góða ferðasögu og sérhver…

Lesa meira
Fimmvörðuskáli í vetrarham
Fimmvörðuskáli í vetrarham

Það er alltaf jafn gaman að sjá myndir af Fimmvörðuhálsi að vetri til.  Þó stórbrotin náttúrufegurðin skarti sínu fegursta í…

Lesa meira
Vegna jarðhræringa
Vegna jarðhræringa

Að gefnu tilefni er rétt að benda fólki sem hyggur á göngu yfir Fimmvörðuháls á að skjálftavirkni í Kötlu hefur…

Lesa meira
Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli og Fimmvörðuháls
Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli og Fimmvörðuháls

Í kjölfar skjálftavirkni í Mýrdalsjökli velta margir fyrir sér hvort óhætt sé að ganga yfir Fimmvörðuháls.  Því er til að…

Lesa meira
Færð á Fimmvörðuhálsi 30.06.16
Færð á Fimmvörðuhálsi 30.06.16

Færðin á Fimmvörðuhálsi er góð þessa dagana, snjór hvarf t.a.m. úr Heljarkambi í síðustu viku, stígar í ágætu ásigkomulagi og…

Lesa meira
Færð á Fimmvörðuhálsi 16.06.16
Færð á Fimmvörðuhálsi 16.06.16

Undanfarna daga hefur gangandi umferð yfir Fimmvörðuháls aukist jafnt og þétt.  Veður hefur verið gott og aðstæður til göngunnar því…

Lesa meira
Færð á Fimmvörðuhálsi
Færð á Fimmvörðuhálsi

Það fer ekki framhjá okkur að göngufólki kitlar í iljarnar yfir að komast í göngu yfir Fimmvörðuháls en fjöldi fyrirspurna hefur…

Lesa meira
Heimsóknir
Heimsóknir

Í dag, 9. júní 2016 hefur Fimmvörðuháls.is verið flett yfir 35.000 sinnum frá opnun af yfir 10 þúsund gestum.  Erum…

Lesa meira
Ljósmyndasýning

Togga ljósmyndari, sem er höfundur fjölda ljósmynda á Fimmvörðuháls.is, heldur sína fyrstu ljósmyndasýningu frá 7. júní til 31. júlí á…

Lesa meira
Nýtt útlit Fimmvörðuháls.is
Nýtt útlit Fimmvörðuháls.is

Vefsíða Fimmvörðuháls.is hefur fengið splunkunýtt útlit - vertu velkomin(n) í heimsókn. Ef þú notar spjaldtölvu eða stóran snjallsíma mælum við…

Lesa meira
Created by potrace 1.10, written by Peter Selinger 2001-2011 Layer 1 Created by potrace 1.10, written by Peter Selinger 2001-2011 Layer 1