Þó svo að innlendir sem erlendir ferðamenn flykkist á Fimmvörðuháls á almennu göngutímabili að sumri til er ekki síður fallegt um að litast þegar Hálsinn er í vetrarbúningi. Ferðalög á Fimmvörðuháls að vetrarlagi eru ekki á allra færi og því sendum við þakklætiskveðjur til Kristjáns Más Arnarssonar fyrir að leyfa okkur að birta vetrarmyndir sem teknar voru af Fimmvörðuskála í klakaböndum þann 23. mars 2015 og færa okkur brot af fegurðinni heim í stofu.
Smellið á myndirnar til að stækka þær.