Þó svo að líkamlegt ásigkomulag skipti miklu máli í göngu á Fimmvörðuhálsi er nauðsynlegt að hafa með sér góðan búnað, næringu og drykki. Á vefsíðunni Safetravel.is hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg birt búnaðarlista fyrir ferðir. Misjafnt er milli gönguleiða, veðurfars og staðhátta hvaða búnað göngumenn þurfa hverju sinni en listarnir eru í það minnsta góðir til viðmiðunar.
Lista Landsbjargar má nálgast hér.
Ferðafélagið Útivist hefur birt gátlista fyrir mismunandi ferðir og góðra ábendinga um næringu. Þá hefur verslunin Útilíf einnig birt útbúnaðarlista.