Undirbúningur

Fimmvörðuskáli

Að fara í göngu á borð við gönguna yfir Fimmvörðuháls krefst undirbúnings.  Búnaður göngumanna þarf að vera heill og góður og til þess fallinn að takast á við þær aðstæður sem upp geta komið á göngunni og næring skiptir miklu máli en töluverð hækkun, og lækkun, er á göngunni yfir Hálsinn og því þarf að hafa bæði næringu og vökva til að anna þörf líkamans.

» Lesa meira

Þá þarf að vita hvert skal haldið og gaman er að kynna sér helstu örnefni og staðhætti á leiðinni og saga Fimmvörðuhálss getur komið mörgum á óvart.  Mikilvægt er að búa um öryggismál þannig að óþarfa áhætta vegna göngunnar sé ekki til staðar.

» Draga saman

Undirkaflar eru flokkaðir eftir efni:
Öryggismál
Búnaður

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is