Umgengni í skálum

Togga's Photos

Í síðasta mánuði sendu nokkur útivistarfélög frá sér yfirlýsingu vegna slæmrar umgengni í skálum á hálendinu.  Yfirlýsingin varð til þess að ýmsir vefmiðlar, s.s. RÚV og DV fjölluðu um umgengnina og umræðan vissulega þörf.

Skálarnir á Fimmvörðuhálsi er vissulega ekki stikkfríir hvað þetta varðar en að sögn Skúla H. Skúlasonar, framkvæmdastjóra Útivistar sem á og rekur Fimmvörðuskála, er umgengnin ekki nógu á jaðartíma ferðatímabilsins að vori og hausti þegar umferð um Fimmvörðuháls er tiltölulega lítil og ekki er skálavörður í húsinu.  Skálinn hafi þó ekki orðið fyrir beinum skemmdum af völdum slæmrar umgengni en félagið hefur þó þurft að grípa til aðgerða vegna slælegrar umgengni og læst skálanum utan háannatíma.  Skúli segir að skálinn verði mjög fljótt skítugur ef skálavörður gætir ekki hússins, jafnvel þótt skálagestir séu fáir.

Svipaða sögu má lesa í frétt FÍ sem birtist á vefsíðu félagsins þegar nýr Baldvinsskáli var tekinn í notkun á Fimmvörðuhálsi þar sem Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir gælunafn gamla skálans, “Fúkki” sé til marks um lélega umgengni sem hluti ferðamanna sýnir af sér í skálum á hálendi Íslands.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is