Skálaverðir mættir á Fimmvörðuháls

Nú eru báðir skálar á Fimmvörðuhálsi, Baldvinsskáli FÍ og Fimmvörðuskáli Útivistar, mannaðir skálavörðum.

Skálavörður grefur sér leið inn í Fimmvörðuskála
Skálavörður grefur sér leið inn í Fimmvörðuskála

Síðastliðinn föstudag fór skálavörður á vegum Útivistar í Fimmvörðuskála.  Varla hefur farið framhjá mörgum að mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi en hér til hliðar má sjá skálavörðinn grafa sér leið inn í skálann.  Nokkuð er laust af gistiplássum í Fimmvörðuskála í sumar, sér í lagi ef um smærri hópa er að ræða, en hægt er að bóka gistingu á skrifstofu Útivistar í síma 562-1000 eða tölvupósti: utivist(hjá)utivist.is.

11425074_10153379335540421_4519639434995955753_n
Skálaverðir moka upp gasgeyslu við Baldvinsskála

Í Baldvinsskála fóru skálaverðir í gær, þriðjudag, en höfðu farið og kannað aðstæður síðastliðinn laugardag.  Ekki voru snjóalög mikið léttari við þann skála og lentu skálaverðir einnig í mokstursvinnu þar en hér má sjá þá moka upp gasgeymslu við skálann.  Laus gistipláss eru í Baldvinsskála í sumar og hægt er að bóka þau hjá skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533 eða tölvupósti fi(hjá)fi.is.

Það skal tíundað að færðin á Fimmvörðuhálsi er mjög þung þessa dagana og fólk hvatt til þess að fresta gönguáætlunum um nokkurt skeið.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is