Þann 16. apríl næstkomandi standa Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Framtíðarlandið og SAMÚT fyrir hálendishátíð í Háskólabíói. Á hátíðinni verður vakin athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.
Hátíðin hefst klukkan 20:00 og verður haldin, eins og áður sagði í Háskólabíói en á dagskrá eru meðal annars ræður í styttri kantinum, tónlistar- og skemmtiatriði en meðal listamanna sem koma fram eru Andri Snær og AmabadAma. Frítt verður inn á hátíðina og allir eru velkomnir.
Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á viðburði hátíðarinnar á Facebook.
Lesendur Fimmvörðuháls.is eru hvattir til þess að kynna sér kröfu Landverndar og fleiri samtaka á vefsíðunni Hjarta Landsins en á vefsíðunni er einnig hægt að skrifa rafrænt undir stuðningsyfirlýsingu við kröfur félaganna og leggja lóð sitt á vogarskálar til verndar hálendi Íslands.
Auglýsing fyrir Paradísarmissi?