Örmagna á Fimmvörðuhálsi

SAR Landsbjörg

Erlendur göngumaður óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á göngu sinni yfir Fimmvörðuháls en hann var örmagna af þreytu og getur komið sér til byggða né í skála.  Maðurinn lagði af stað frá Skógum um klukkan 11 í morgun en hafði samband við Neyðarlínu um klukkan 18.  Maðurinn er staddur efst á Skógaheiði skammt frá göngubrú sem liggur yfir Skógá.  Mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi og svartaþoka liggur yfir svæðinu.

Hægt var að staðsetja manninn útfrá merkingum sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli (Dagrenning) og Rangárþingi Eystra settu upp nýverið, merktu og skráðu staðsetningu.  Að sögn Landsbjargar er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkar merkingar aðstoða við að staðsetja fólk í vanda á Fimmvörðuhálsi.

Björgunarsveitir fara á Hálsinn á bílum og vélsleðum hvoru tveggja uppfrá Skógum og yfir Eyjafjallajökul.

Þessi færsla verður uppfærð þegar tíðindi berast af björgun mannsins.

 

Tilkynning Landsbjargar

Frétt RÚV

Frétt mbl.is

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is