Mikill snjór á Fimmvörðuhálsi

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að mikill snjór er á Fimmvörðuhálsi miðað við árstíma.  Þetta kemur fæstum á óvart en vert að taka fram þar sem færðin er ansi þung um þessar mundir.  Sé gengið uppfrá Skógum má göngufólk eiga von á að komast í snjó um kílómeter sunnan við göngubrúna en brúin sjálf rétt stendur uppúr snjónum eins og sjá má hér til hliðar.

Óhætt er að ráðleggja þeim sem ekki eru vanir göngumenn í góðu líkamlegu ásigkomulagi að fresta göngu yfir Fimmvörðuháls um nokkurt skeið sökum þungrar færðar.  Vissulega Hálsinn fagur í hvítu líni en ávallt skal öryggið sett ofar öllu öðru.

Hér fylgja nokkrar myndir af Fimmvörðuhálsi sem teknar voru síðastliðna helgi.

Myndir: Klemenz Geir Klemenzson

Myndir birtar með góðfúslegu leyfi.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is