Jarðhræringar

Um hálf ellefu að kvöldi til þann 20. mars árið 2010 hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi rétt norðan við Fimmvörðuskála Útivistar.  Nokkur aðdragandi var að gosinu en töluverð skjálftavirkni hafði verið á svæðinu í um þrjár vikur.  Gosið stóð í 23 daga, til 12. apríl 2010, og dró að sér fjölda ferðamanna og blaðamanna, innlendra sem erlendra.  Eldgosið á Fimmvörðuhálsi var undanfari eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls sem hófst þann 14. apríl 2010, tveimur dögum eftir að gosi á Fimmvörðuhálsi lauk, og stóð til 23. maí 2010.

Í gosinu mynduðust tvíburarnir Magni og Móði og hefur gönguleið verið gerð á þá báða en hægt er að ganga fyrir þá líka.  Það er þó skemmtileg viðbót við gönguna að fara uppá í það minnsta annann þeirra en hraunið er enn heitt.

 

Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má finna fréttir stofunnar af eldgosinu í tímaröð ásamt myndum.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is