Göngumaður veiktist í göngu á Fimmvörðuhálsi þann 20. júlí 2013. Björgunarsveitarmenn fluttu manninn niður í Skóga en þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl inn á Hvolsvöll. Frá Hvolsvelli var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala til aðhlynningar.
Mbl.is fjallaði um málið.