Umhverfisstyrkur Landsbankans

Styrkafhending
Dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar, og fulltrúi Landsbankans ásamt Guðmundi sem tók við styrknum fyrir Fimmvörðuháls.is

Þan 30. júní 2014, fékk Fimmvörðuháls.is afhentan umhverfisstyrk Samfélagssjóðs Landsbankans.  Styrkurinn er að fjárhæð 250.000 krónur og er veittur “til að þróa upplýsingamiðstöð á vefnum um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls og nærliggjandi svæði“.  Styrkurinn mun nýtast ákaflega vel til þess að halda áfram vinnu við þróun síðunnar en nokkrum hlutum íslensku síðunnar er enn ólokið auk þess sem vinna við þýðingu á ensku hefur verið í biðstöðu um nokkurt skeið sökum fjárskorts.  Stór hluti gesta á Fimmvörðuhálsi eru erlendir ferðamenn og því eru vonir bundnar við að ensk útgáfa af vefsíðunni muni nýtast vel við undirbúning ferðarinnar fyrir sem flesta.

styrkafhending-hópmynd
Hópmynd styrkþega Umhverfisstyrks Landsbankans

Fjórtán verkefni hlutu styrk fyrir samtals fimm milljónir króna, sex verkefni að fjárhæð 500.000 en átta að fjárhæð 250.000.  Landsbankanum og dómnefnd eru færðar kærar þakkir fyrir styrkinn sem og þann heiður og viðurkenningu sem honum fylgir fyrir verkefnið Fimmvörðuháls.is – nýsköpunarverkefni í innviðum ferðaþjónustu á Íslandi.

Frétt Viðskiptablaðsins frá 1. júlí

Tilkynning Landsbankans frá 1. júlí

Frétt DFS frá 2. júlí

Frétt Tímans frá 16. júlí

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is