Að morgni 26. júlí 2013 varð sextán ára gamall drengur viðskila við föður sinn og stjúpmóður á göngu upp Skógaheiðina. Um ellefu um kvöldið gekk hópur með fararstjóra Útivistar og hópur björgunarsveitamanna í skemmtigöngu fram á foreldrana við göngubrú yfir Skógaá en þá hafði ekki spurst til drengsins í rúma þrettán tíma. Björgunarsveitir voru kallaðar út en drengurinn fannst heill á húfi á bakvið skála í Básum og hafði þá komist yfir Hálsinn einn síns liðs.
Þessi ferðasaga fjallar meðal annars um þetta tilvik.
Mbl.is greindi frá.