Þegar sonur minn var níu ára gengum við á Fimmvörðuháls. Við tjölduðum að venju í Langadal en um morguninn fengum far þaðan yfir í Bása. Ferðin gekk ágætlega upp á hálsinn. Þegar við vorum komnir upp á Morinsheiði dreifði ég huga hans með því að kenna honum þessa vísu:
En sá heiðar andskoti ekkert strá né kvikindi en hundrað miljón helvíti af hnullungum og stórgrýti. -Árni JónssonVið áðum upp við Baldvinsskála, nestuðum okkur og héldum síðan niður í Mörk aftur. Á Morinsheiði rifjuðum við upp vísuna. Þegar við vorum komnir niður í Bása var stráksi orðin allþreyttur og sagði eitt sinn stundarhátt: „Það vildi ég að hún Hlíf mín sendi mér tvo kálfa. Mínir eru svo þreyttir!“ Sonurinn hafði fyrr um sumarið verið í sveit hjá Hlíf frænku sinni, sem var bæði með kýr – og kálfa.
Sverrir Árnason