Arabar

Einu sinni var ég að ganga með Einari Skúla, við höfum báðir farið Fimmvörðuhálsinn um 10 sinnum og ákváðum að breyta til bæði að fara meðfram ánni alla leið (nýju leiðina) og beint upp að Fimmvörðuskála. Það var svo mikið rok og öskufall að við vorum eins og arabar með allt hulið fyrir andlitinu. Svo ákváðum við líka að stytta okkur leið og fara Hvanngilið sem er gilið niður hjá Heljarkambi. Við vorum að flýta okkur því að vinkona okkar Anna María hafði boðið okkur í afmælispartí en hún var þarna með vinkonum sínum sem gengu þarna undir nafninu “101 beautiboxið” (Tobba, Selma, Elin Reynis og 15 aðrar). En þessi stytting kostaði okkur um 2 klukkutíma í viðbót og ekki nóg með að við komum allt of seint í afmælisboðið. Þá komum við líka eins og kolamolar niður vegna vinds og okufalls og uppskárum eftir því.

– Andri Ottesen

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is