Gisting í Baldvinsskála

Frá og með vorinu 2015 verður boðið uppá gistingu í Baldvinsskála og skálavarsla verður yfir

Baldvinsskáli
Baldvinsskáli

sumartímann.  Hingað til hefur eingöngu verið boðið uppá gistinu í Fimmvörðuskála en hann rúmar eingöngu 20 næturgesti og gistiplássin því af takmörkuðu magni á Fimmvörðuhálsi.  Frá því Baldvinsskáli var tekinn í notkun haustið 2012 bar mikið á slæmri umgengni um skálann og því er ljóst að hið nýja fyrirkomulag mun bæði auka þjónustu við ferðafólk með auknu framboði gistirýma og vörslu skálans.

Gisting á Fimmvörðuhálsi býður uppá að skipta gönguleiðinni í tvær dagleiðir sem getur verið skemmtilegur kostur fyrir þá sem nýta vilja ferðina s.s. til myndatöku og gefur raunar fleirum kost á að ganga þessa fallegu gönguleið þar sem mörgum þykir ganga yfir Fimmvörðuháls á einum degi heldur strembin.

Nánari upplýsingar um Baldvinsskála má nálgast hér.

All rights reserved - Theme from Accesspress Copyright: Guðmundur Örn Sverrisson - Fimmvorduhals.is